Orkusetur, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri - Sími: 569 6085 - Fax: 462 6082
  • Bifreiðaeign landsmanna hefur aukist úr 70 þúsund bifreiðum árið 1974 í u.þ.b. 200 þúsund árið 2004.
Orkunotkun á Íslandi

 
Nýskráningar bifreiða

Sjálfsbjörg fær viðurkenningu frá Orkusetri 09.12.2014

Orkusetur hefur veitt Sjálfsbjörg viðurkenningu fyrir umhverfislega ábyrgð í vali á vinningum í jólahappdrætti sínu.  Það er mikil ábyrgð fólgin í því að velja bíl fyrir notendur.  Val á bifreið er ein allra stærsta umhverfisákvörðun einstaklinga.  Með því að hafa bifreið á vinningaskrá er í raun verið að velja bifreið fyrir vinningshafa og því mikilvægt að slík bifreið sé sem umhverfisvænust.  

Lesa meira...
Ljóstímareiknivél 28.08.2013


Ný reiknivél er nú aðgengileg á vef Orkuseturs.  Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur.  Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni góðu eru nefnilega þrennskonar: Halogen, LED og Flúor.  Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu.  Þetta má taka allt saman í lykilöluna stofn-og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Með reiknivélinni má auðveldlega bera saman þennan ljóstímakostnað.  Mikilvægt er að minna á að LED og Halogenperur innhalda ekkert kvikasilfur en það er hinsvegar til staðar í örlitlu magni í flúorperum. Reiknivélina má nálgast hér:   LJÓSTÍMAR


Lesa meira...
Fundur um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap 04.03.2013

 

Flutt verða fjölbreytt erindi, m.a. um notkun jarðgrunnsvarmadælna í Evrópu, hagkvæmi varmadælna, jarðfræðilegar aðstæður á Íslandi fyrir jarðgrunnsvarmadælur og styrki ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar. Einnig verður evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap kynnt.

Dagskrá:
13.00 Setning
13.15 Ground Source Heat Pump Systems in Europe: Philippe Dumas manager, European Geothermal Energy Council (EGEC)
13.40 Hagkvæmni varmadælna: Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs
14.00 Kaffihlé
14.30 Evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap: Gunnlaugur M. Einarsson landfræðingur, ÍSOR
14.55 Jarðfræðilegar aðstæður fyrir jarðgrunnsvarmadælur á Íslandi: Skúli Víkingsson jarðfræðingur, ÍSOR
15.20 Greining á styrkjum ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar: Benedikt Guðmundsson verkefnisstjóri, Orkustofnun

Allir velkomnir

Lesa meira...
Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu 15.01.2013

 

Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES.

Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif raforkuverð hefur á notkun í dreifbýli og einangruðum svæðum. Almennt er gerð sú krafa að rafmagn sé til staðar þegar þess er þörf en verkefnið spyr hvort hægt sé að nota orkuverð eða aðrar upplýsingar til að breyta hegðun neytenda þannig að notkunin verði í takt við framleiðslugetu? Í verkefninu er einnig kannað hvernig orkugeymsluaðferðir geta nýst til orkusparnaðar og til að gera lausnir til virkjunar umhverfisorku fýsilegri.

Á málstofunni verður fjallað um þessi viðfangsefni og býðst þátttakendum einnig tækifæri til að ræða viðfangsefnin við fyrirlesara sem og aðra gesti.

Fimmtudaginn 17. janúar 2013
13:00-15:20
Staðsetning: Orkugarði

Nánari upplýsingar og dagskrá

 

Lesa meira...